132. löggjafarþing — 108. fundur,  25. apr. 2006.

Nefndadagar.

[14:03]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Frú forseti. Það er nú með fundarstjórnina, ég hef almennt ekkert yfir henni að kvarta að öðru leyti en því að ég furða mig náttúrlega á því að einstakir þingmenn, eins og hv. þm. Ögmundur Jónasson, skuli koma hingað upp og kvarta undan vinnubrögðum í menntamálanefnd við meðferð þessa máls sem fjöldinn allur af hv. þingmönnum hefur staðfest að hafi verið til mikillar fyrirmyndar, hefur hrósað formanninum, sem þykir nú hrósið gott, (Gripið fram í.) fyrir þau vinnubrögð sem þar hafa verið viðhöfð.

Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið hf. er til meðferðar í menntamálanefnd. Það er ágætur gangur í þeirri vinnu sem þar fer fram. Ég legg til að hv. þm. Ögmundur Jónasson hætti nú að setja fram kröfur úr ræðustól hins háa Alþingis um að málið verði afgreitt með þessum hættinum eða hinum og leyfi okkur sem sitjum í nefndinni að vinna þessa (Forseti hringir.) vinnu í friði, (Forseti hringir.) hvort sem við erum þingmenn stjórnarflokkanna eða stjórnarandstöðunnar. Það var ekki fleira, frú forseti.