132. löggjafarþing — 109. fundur,  26. apr. 2006.

ILO-samþykkt um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda.

756. mál
[14:34]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir svörin. Mörgum í verkalýðshreyfingunni finnst hafa staðið upp á forvera hans í starfi, síðustu tvo félagsmálaráðherra, að ganga alla leið og samþykkja þessa samþykkt. Ég fagna því að ráðherra hyggist beita sér í málinu og vonast til þess að niðurstaða fáist hið fyrsta því eins og hér hefur verið rætt um er það afskaplega þýðingarmikið fyrir launamenn að vera varðir fyrir ósanngjörnum uppsögnum.