132. löggjafarþing — 111. fundur,  28. apr. 2006.

Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga.

771. mál
[13:22]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú niðurstaða sem við ræðum hér, þ.e. að halda okkur við 1. maí nk. vegna frjálsrar farar launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins byggir í fyrsta lagi á samningi um Evrópska efnahagssvæðið og í öðru lagi á samkomulagi stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins. Mikil áhersla er lögð á að hafa virkt eftirlit á meðan breytingarnar ganga yfir. Fyrst og fremst er það til að standa réttindi um vörð launafólksins sem kýs að koma hingað til lands. Einnig nýtist það til að hafa yfirsýn yfir vinnumarkaðinn meðan hann og íslenskt samfélag aðlagast breyttum aðstæðum.

Ég ítreka að stjórnvöld hafa heimild til að setja strangari takmarkanir síðar ef um röskun eða fyrirsjáanlega röskun á innlendum vinnumarkaði verði að ræða. Slíkt yrði metið hverju sinni og samráð haft við aðila vinnumarkaðarins.

Virðulegi forseti. Í ljósi þessa mun ég ekki greiða þessari breytingartillögu atkvæði mitt.