132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Tekjuskattur.

793. mál
[16:33]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég er að tala fyrir hönd ófaglærðs verkafólks á lágmarkstekjum. Það er líka verið að tala um álagningu 2006 vegna tekna 2005 sem eru staðreyndir. Þetta eru staðreyndir. Það er ekki eitthvað sem er verið að gera núna sem einstaklingur eru að gera í ár.

Ef 600 manns er ekki gott úrtak, þá veit ég ekki hvað það er. Ríkisskattstjóri er með þennan reiknigrundvöll. Hann er með þessa reiknivél þannig að maður sér þetta í hendi sér. Þetta er svo einfalt. Og hvaða stefna er það að láta viðmiðunartölurnar standa í stað milli ára? Verðbólgan var 4–5%. Allar viðmiðunartölur í skatti hækkuðu um þetta nema þessi tala. Af hverju er verið að ráðast að þessu fólki? Að bera því síðan við að fólk fari þá að taka meiri lán til að ná vaxtabótum. Mér finnst það satt best að segja alveg út í hött. Hver tekur lán bara til að fá vaxtabætur? Menn taka lán til að kaupa eignir, (Forseti hringir.) menn fara ekki að taka lán til að eyða því í einhverja óþarfa neyslu, ég tala nú ekki fólk sem er svona sett.