132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[16:51]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé kannski ekki við hæfi að segja frá því sem rætt er á ríkisstjórnarfundum en hv. þingmaður hefur eflaust … (Gripið fram í.) Það ríkir trúnaður á umræðum á ríkisstjórnarfundum, en hv. þingmaður hefur eflaust farið yfir dagskrána og flutningsjöfnunin hefur ekki verið á dagskránni undanfarið, það er rétt hjá honum. Ég get ekki svarað fyrir um það í hvaða stöðu nákvæmlega þau mál eru núna, það er annar ráðherra sem fer með þau mál og það þarf að spyrja hana að því hvað er á döfinni hjá henni í þeim efnum. (Gripið fram í: Hæstv. iðnaðarráðherra.) Já, það er rétt til getið, iðnaðarráðherra hefur verið að vinna að þessu máli en hvar það er nákvæmlega statt núna get ég ekki sagt til um.