132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[19:07]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Skipulagðar strandsiglingar voru viðhafðar hér um langt árabil, m.a. á vegum ríkisins svipað og ríkisolíufélagið sem Jón Bjarnason vill setja á fót. (Gripið fram í.) Þetta ríkisútgerðarfyrirtæki kostaði okkur ófáa milljarðana og ég held ekki að við þyrftum að fara að gera það með einhverju sérstöku styrkjakerfi í þeim eina tilgangi. Hins vegar, eins og fram hefur komið, erum við að skoða það hvernig við getum komið betri fótum undir skipaútgerðina í samkeppni við það sem er að gerast erlendis. Það er út af fyrir sig annað mál og við munum væntanlega fá tækifæri til að ræða það síðar.

Það er einhvern veginn eins og menn hafi bitið þetta í sig, ég veit ekki alveg af hverju það hefur gerst, og menn eru ekki tilbúnir að skoða það í hinu víðara samhengi. — Og ef ég má segja, frú forseti, þá minnir það mig á það sem maðurinn sagði „að bregðast (Forseti hringir.) við gengislækkun með því að lækka virðisaukaskatt á innflutningi tímabundið“.