132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Stofnun hlutafélags um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

734. mál
[20:24]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég fæ ekki séð að það hafi komið fram hér svo mikilsverðar upplýsingar hjá mér að það kalli á þau viðbrögð sem komu fram hjá hv. þingmanni. Ég tel að eðli málsins samkvæmt njóti stjórnarfrumvörp stuðnings stjórnarflokkanna, þeir leggja þau fram til þess að þau fáist samþykkt. Hins vegar skil ég ekki alveg hvað fær hv. þingmann til þess að koma hér upp í ræðustólinn og reyna að fara háðulegum orðum um félaga sína hér og gera þeim upp skoðanir sem engar forsendur eru fyrir að sé gert. Ég skil ekki hvaða tilgangi það þjónar nema — ja, það er best að segja ekki meira, hæstv. forseti.