132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Almannatryggingar.

792. mál
[21:12]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra hvort hún meti það svo að gjaldskráin sem var í gildi þegar hjartalæknar sögðu upp sé í raun enn í gildi þar sem þetta voru einstaklingsbundnar uppsagnir frá gjaldskrá, og hvort það sé á þeirri forsendu sem hún telur að Tryggingastofnun hafi enn þá gjaldskrá sem viðmiðun eða hvort Tryggingastofnun hafi samið sérstaka gjaldskrá.

Eins vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé vitað hvað hafi breyst í umhverfi hjartalækna sem hafi orðið til þess að einingar þeirra hafi (Forseti hringir.) klárast svo fljótt og raun varð á á síðasta ári.