132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Almannatryggingar.

792. mál
[22:02]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður notar gamla trixið. Þegar hann er spurður að einhverju þá gagnspyr hann. Hann spyr hvort ég vilji forgang í kerfinu. Er einhver ástæða til að spyrja þess? Ekki nokkur einasta. En hann svaraði ekki spurningunni. Hefði hann samið við lækna, sama hvaða kröfur þeir hefðu gert, hvað sem það kostaði? Þetta er mín spurning. Hún er afskaplega einföld. Hefði hv. þingmaður samið um, segjum 40 milljónir meira, ef þeir hefðu sett fram þá kröfu? Þetta eru 20 læknar? Hefði hann samið um enn hærri upphæð hvað sem það kostaði, bara til að semja?

Svo vil ég benda á að við erum að sjálfsögðu í Evrópska efnahagssvæðinu og læknar geta komið hingað frá Grikklandi og Spáni og alls staðar frá þannig að það er nú kannski viðbúið að einhver samkeppni komi í þennan geira.