132. löggjafarþing — 114. fundur,  4. maí 2006.

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.

795. mál
[15:09]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Auðvitað væri sómi að því, hv. þingmaður, að gera einstaklega góða samninga, einfaldlega vegna þess að þeir starfsmenn sem í hlut eiga eru einstaklega góðir. Þeir hafa reynst einstaklega vel. Ég veit ekki betur en slökkviliðsstarfsmenn á flugvellinum séu margverðlaunaðir fyrir störf sín þar þannig að ég sé ekkert að því að hafa orð á því að gerðir séu einstaklega góðir samningar.

En aðalerindi mitt hingað í ræðustólinn var að endir yrði bundinn á óvissuna og ekki yrði endilega farið vegna þessarar óvissu, vegna þessarar stöðu, eftir þröngum ákvæðum laga. Ef fara á eftir þröngum ákvæðum laga um starfslok þá á bara að segja starfsmönnum það strax en ef gera á eitthvað annað þá á líka að segja það strax.