132. löggjafarþing — 114. fundur,  4. maí 2006.

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.

795. mál
[16:06]
Hlusta

utanríkisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér láðist að víkja að þeim frumvörpum samgönguráðherra sem eru til meðferðar í þinginu og vil gera það í andsvari við hv. þingmann. Þetta eru auðvitað sjálfstæð frumvörp. Minn skilningur á þessu öllu saman er sá að verði þau frumvörp að lögum, sem ég geri ráð fyrir að verði, og stend að sjálfsögðu að, muni þurfa sérstaka lagabreytingu til að breyta því frumvarpi sem ég legg til þannig að það falli undir hin nýju lög sem samgönguráðherra er að beita sér fyrir, ef ég hef komið þessu rétt út úr mér. Þannig að það er ekki beint samhengi þar á milli en það getur vel verið að það sé skynsamlegt að hafa það svo varðandi flugleiðsöguþáttinn sérstaklega en þá er það bara eitt af þeim málum sem bíður síðari tíma og nánari yfirlegu og athugunar í þessum málum öllum.