132. löggjafarþing — 117. fundur,  30. maí 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[15:47]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmanni er vel kunnugt um hvers vegna þessar tölur lágu ekki fyrir fyrr á ferli þessa máls. Hv. þingmanni er líka kunnugt um að það var ekki vilji þeirra sem bera þetta mál fram að stofna hlutafélag um Ríkisútvarpið sem mundi hefja starfsemi sína í gjaldþroti.

Það var upplýst í upphafi að ætlunin væri sú að tryggja eiginfjárhlutfall hins nýja félags. Það kemur skýrt fram í bréfi hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. fjármálaráðherra að eiginfjárhlutfall hins nýja félags verði um það bil 10%.

Auðvitað er það þannig að einhverjar sveiflur kunna að verða á rekstri fyrirtækja eins og þessara sem leiða til þess að breyta þurfi tölum og fjárhæðum. Þá verður það bara gert og ég bendi (Forseti hringir.) á að það liggur fyrir að Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi (Forseti hringir.) og tveir aðrir félagar hans eru að vinna að sérfræðiskýrslu um stofn efnahagsreiknings (Forseti hringir.) hins nýja félags.