132. löggjafarþing — 118. fundur,  31. maí 2006.

samræmd lokapróf í grunnskóla.

621. mál
[14:08]
Hlusta

Sigurrós Þorgrímsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna fyrst og fremst þessum sveigjanleika sem ráðherrann nefndi í ræðu sinni. Þetta hefur haft mjög góð áhrif á samræmd próf. Nú eru miklu yngri krakkar farnir að taka samræmd próf. Ég veit að t.d. í mínu sveitarfélagi stunda hátt í 300 yngri nemendur nám í Menntaskólanum í Kópavogi, bráðgerir krakkar sem hafa staðið sig gífurlega vel. Þetta er það jákvæða við þennan sveigjanleika að nú getum við boðið krökkunum inn í menntaskóla miklu fyrr en áður var.