132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

aukatekjur ríkissjóðs.

403. mál
[14:13]
Hlusta

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Ingibjörg Sólrún Gísladóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Tillögur Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar um 10 þús. kr. hækkun skattleysismarkanna var einfaldlega leiðrétting á skattleysismörkunum til þess gerð að létt væri af þeim sem tekjulægstir væru tiltekinni skattbyrði. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að á kjörtímabilinu, við afgreiðslu fjárlaga hverju sinni, sé það skoðað með hvaða hætti skattleysismörkin þróist, hver persónuafslátturinn sé. Það er auðvitað ákvörðunaratriði hverju sinni hvernig persónuafslátturinn þróast.

Um var að ræða af hálfu Samfylkingarinnar leiðréttingu til að bæta kjör þeirra sem lægst voru launaðir, virðulegur forseti.