132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

lausafjárkaup, þjónustukaup og neytendakaup.

709. mál
[14:58]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um breytingu á lögum um lausafjárkaup, lögum um þjónustukaup og lögum um neytendakaup .

Nefndarálitið er á þskj. 1311. Þar er getið um gesti sem komu til nefndarinnar sem og umsagnir sem henni bárust. Einnig er þar lýsing á markmiðum með frumvarpinu. Í ákvæði til bráðabirgða sem falla brott, verði frumvarp þetta samþykkt, kemur fram að kostnaður af störfum nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði, þ.e. kærunefndar.

Í frumvarpi þessu er ekki að finna samsvarandi ákvæði um greiðslu úr ríkissjóði. Það er því skilningur nefndarinnar að þeir sem leita munu til kærunefndarinnar standi straum af þeim kostnaði sem af henni hlýst en ekki hinn almenni skattgreiðandi.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins. Hv. þm. Guðjón A. Kristjánsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi við afgreiðslu þess og er samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Möller og Ögmundur Jónasson.