132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

framsal sakamanna.

667. mál
[15:36]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá allsherjarnefnd um frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, nr. 13 17. apríl 1984, með síðari breytingum.

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum vegna frekari þátttöku Íslands í samningi Evrópusambandsins um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum frá 29. maí 2000 og bókun við hann frá 16. október 2001. Um er að ræða ákvæði um þær málsmeðferðarreglur sem gilda skuli þegar beiðni er sett fram um gagnkvæma réttaraðstoð í sakamálum á grundvelli samningsins.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með minni háttar breytingu sem gerð er grein fyrir á þskj. 1236, þ.e. að við 1. gr. bætist nýr liður eins og þar segir.