132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

réttarstaða samkynhneigðra.

340. mál
[16:07]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það kom mér ekki mjög á óvart að við værum sammála hvað þetta atriði varðar. En ég vil halda því til haga í umræðunni vegna þess að verið er að tala um að trúfélögin þurfi að svipta hulunni frá augum sínum til að sjá hið rétta í málinu, þá eru nú reyndar sum trúfélög sem sjá ljósið. Mér finnst að við verðum að nefna þau hér. Það er Fríkirkjan og Ásatrúarfélagið. Mér finnst að við megum ekki setja þau alveg í sama hóp og þau sem hafa enn þá slæðuna og sjá ekki ljósið í málinu.