132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[16:51]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Örstutt. Þessi skemmtilega lýsing hv. þm. Marðar Árnasonar af reynslu sinni frá Noregi leiðir auðvitað hugann að þeirri spurningu hvort honum hefði ekki þótt eðlilegt að þessir kappklæddu reykingamenn fyrir utan veitingastaðina í Ósló hefðu haft eitthvert afdrep þar sem þeir gátu setið saman og reykt án þess að trufla aðra.