132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

lögreglulög og framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

520. mál
[21:09]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil fyrst og fremst vekja athygli á því að verið er að færa lögreglustjórn umdæma eins og í Búðardal burt af svæðinu, það er t.d. verið að færa lögreglustjórn á Hólmavík til Ísafjarðar og fleiri slíka þætti. Það er verið að færa lögreglustjórnina, forsjá þessara mála, frá íbúunum í fjarlæg héruð. Ég tel að lögregluþjónustan eigi að vera sem næst íbúunum. Sú stefna sem hér er verið að taka upp er röng og ég get ekki stutt hana.