132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

hlutafélög.

404. mál
[22:59]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Eins og kom fram í máli hv. þm. Ögmundar Jónassonar í ræðu hans áðan mun Vinstri hreyfingin – grænt framboð ekki styðja þetta frumvarp. En ég vil leyfa mér að taka undir orð hv. þm. Jónínu Bjartmarz um allt sem hún sagði varðandi 2. gr. frumvarpsins. Ég bendi á að helmingur þjóðarinnar eru konur, jafnhæfar körlum, og það er mikilvægt fyrir hvert fyrirtæki, hvort sem það er í opinberri eigu eða á hinum frjálsa markaði, að gæta jafnréttis varðandi stöðu karla og kvenna í stjórnum til að fá fram mismunandi sjónarmið og til að styrkja stöðu hvers fyrirtækis. Ég tek undir orð hv. þm. Jónínu Bjartmarz þótt ég taki ekki undir frumvarpið að öðru leyti.