132. löggjafarþing — 121. fundur,  3. júní 2006.

tekjuskattur.

793. mál
[01:12]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

Nefndarálitið er að finna á þskj. 1337 en þar kemur fram hverjir komu sem gestir á fund nefndarinnar og eins þær umsagnir sem nefndinni bárust.

Tilgangur frumvarpsins er að heimila að fresta tekjufærslu gengishagnaðar umfram gengistap og þar með álagningu tekjuskatts á þá tekjufærslu vegna rekstrarársins 2005. Jafnframt verði tekjufærslunni dreift jafnt á næstu þrjú rekstrarár. Hér er um að ræða frestun á tekjufærslu gengismunar og þar með frestun á skattgreiðslu í ríkissjóð.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Möller og Ögmundur Jónasson.