132. löggjafarþing — 122. fundur,  3. júní 2006.

lax- og silungsveiði.

607. mál
[09:52]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um 40. gr. þessa frumvarps um atkvæðisrétt í veiðifélagi og réttindi sem snúa að veiðiréttarhöfum.

Ég tel að þessi grein nái ekki þeim sjónarmiðum sem ég hefði viljað sjá varðandi réttarstöðu minni hluta í veiðifélagi en mun samt sem áður styðja hana. Ég lýsi því yfir að ég tel að breyta þurfi þessari grein, að reynslan muni leiða í ljós að réttindi minni hluta aðila í veiðifélagi séu ekki tryggð með þeirri lagagrein sem hér er verið að samþykkja.