132. löggjafarþing — 122. fundur,  3. júní 2006.

atvinnuleysistryggingar.

742. mál
[10:05]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi eru gríðarlega miklar og jákvæðar breytingar fyrir atvinnulaust fólk í landinu. Með þeim eru atvinnuleysisbætur tekjutengdar og öryggisnetið þétt enn frekar. Hv. félagsmálanefnd gerði breytingar á frumvarpinu, m.a. um að hækka mótframlag Atvinnuleysistryggingasjóðs í lífeyrissjóð.

Við göngum því enn lengra en upphaflega stóð til og vil ég við þetta tækifæri þakka nefndarmönnum fyrir sérlega gott samstarf um málið. Vegna þessa styð ég ekki breytingartillögur á þskj. 1343.