132. löggjafarþing — 122. fundur,  3. júní 2006.

olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[10:40]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Frú forseti. Með þessari breytingartillögu er lagt til að olíugjald verði lækkað um 6 kr. umfram það sem frumvarpið gerir ráð fyrir eða úr 41 kr. í 35 kr. frá 1. júlí til 31. desember nk. Jafnframt er lögð til tímabundin lækkun á bensíni um 6 kr. yfir sama tímabil. Áhrifin á vísitöluna við þessa breytingu eru 0,4% sem vinna mun gegn áhrifum vaxandi verðbólgu. Þetta er sama leið og valin var af stjórnvöldum árið 2002 en þá var lögð til tímabundin lækkun á almenna vörugjaldinu með þeim rökstuðningi að áhrif hækkunar á bensínverð væru umtalsverð og gætu stofnað verðlagsmarkmiðum kjarasamninga í hættu. Nákvæmlega sömu rök eiga við nú og því full ástæða fyrir þingheim til að samþykkja þessa breytingartillögu.