132. löggjafarþing — 124. fundur,  3. júní 2006.

almannatryggingar.

792. mál
[15:46]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (F):

Frú forseti. Breytingartillagan sem var verið að greiða atkvæði um og hv. þm. Pétur H. Blöndal hafði orð á varðar einungis orðalag í tiltekinni grein í 42. gr. almannatryggingalaganna og hljóðar svo:

„Kostnaður við sjúkratryggingu, sbr. 3. mgr. 32. gr., greiðist úr ríkissjóði, að því marki sem ákveðið er samkvæmt lögum þessum eða sérlögum og reglugerðum settum með stoð í þeim.“

Þetta er til komið vegna þess að orðalagið á greininni var til þess fallið að valda misskilningi. Þetta var tillaga og ábending sem kom bæði úr heilbrigðisráðuneytinu og var vakin athygli á því af hv. þingmönnum í heilbrigðisnefnd seinni partinn í gær og unnið að henni í dag.