132. löggjafarþing — 125. fundur,  3. júní 2006.

þingfrestun.

[16:24]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Frú forseti. Ég vil fyrir hönd okkar alþingismanna þakka hæstv. forsetum þingsins fyrir gott samstarf í vetur. Ég vil einnig fyrir hönd alþingismanna senda Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, góðar kveðjur.

Fundir forseta með formönnum þingflokka hafa verið reglulegir og tíðir. Þar hefur vissulega oft verið tekist á um þinghaldið en andrúmsloftið á þessum fundum jafnan verið þægilegt.

Þá vil ég einnig fyrir hönd okkar alþingismanna þakka starfsmönnum þingsins fyrir framúrskarandi störf, lipurð og fúslega veitta aðstoð.

Auðvitað erum við alþingismenn misjafnlega sáttir við sum þau lög sem hér hafa verið samþykkt. Þannig er vafalaust einnig farið meðal landsmanna. En það kemur nýr dagur eftir þennan dag og nýtt ár nýrra tækifæra.

Ég endurtek þakkir mínar til hæstv. forseta og óska þeim og fjölskyldum þeirra allra heilla. Ég bið hv. alþingismenn að taka undir orð mín og óskir með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]