133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[14:10]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er eingöngu að fara með staðreyndir. Ég hef vitnisburð yfirmanns Vegagerðarinnar á Vestfjörðum um að þeir séu fullhertir af því að klára undirbúning í þessum mánuði svo þeir verði tilbúnir með þetta næstu mánaðamót. Ég hef bara vitnisburð þeirra. Hann liggur fyrir. Ég er ekki að halla neinu röngu máli. Ég er bara að segja það sem satt er og rétt.

Svo getur það verið annað mál hvort hv. þingmaður telur að það hafi átt að banna verkfræðingum að fara í sumarfrí. Ég get ekkert sagt um það. Það er ekki á mínum vegum frekar en hans. Þessi hlutir hafa gengið eins hratt fyrir sig eins og mögulegt hefur verið, þykist ég vita og er fullviss um. Um næstu mánaðamót er þetta tilbúið. Þá getum við farið í þetta á fullri ferð. Það liggur fyrir. Þetta er vitnisburður þeirra. Ég fer rétt með hann að öllu leyti, herra forseti.