133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa þrjú bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er frá 7. þm. Reykv. n., Guðjóni Ólafi Jónssyni, dags. 5. október og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Reykv. n., Fanný Gunnarsdóttir, taki sæti á Alþingi á meðan.“

Annað bréf er frá 8. þm. Norðvest., Jóni Bjarnasyni, dags. 6. október 2006 og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvest., Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri, taki sæti á Alþingi á meðan.“

Fanný Gunnarsdóttir og Árni Steinar Jóhannsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.

Þriðja bréfið er frá 3. þm. Suðvest., Sigríði A. Þórðardóttur, dags. 5. október og hljóðar svo:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest., Þórdís Sigurðardóttir flugumferðarstjóri, taki sæti á Alþingi á meðan.“

Kjörbréf Þórdísar Sigurðardóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Þórdís Sigurðardóttir, 3. þm. Suðvest., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]