133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

5. fsp.

[15:48]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Það er rétt að hv. þingmaður hafi hlutina og samhengið á hreinu. Samningsaðili ráðuneytisins er ekki Geðhjálp. Samningsaðili ráðuneytisins er Fjölmennt. Við Fjölmennt er samið og við höfum falið Fjölmennt að sinna menntamálum allra fatlaðra í samfélaginu. Málið er mjög einfalt. Það er ekki verið að skera niður fjárframlög til Fjölmenntar frá því sem áður var, síður en svo. Ef hv. þingmenn skoða fjárlögin þá er verið að bæta í. Það er ekki verið að svíkja eitt eða neitt hvað varðar menntamál eða starfsendurhæfingu geðfatlaðra, síður en svo. En það er aftur á móti umhugsunarefni ef skilaboðin frá þingmanni Samfylkingarinnar eru þau að við eigum ekki að halda okkur við fjárlög. Það er umhugsunarefni.