133. löggjafarþing — 10. fundur,  11. okt. 2006.

þjónusta á öldrunarstofnunum.

118. mál
[14:28]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að taka á þessu máli og hæstv. ráðherra fyrir að svara á þann hátt að hún ætli að taka á því að verið sé að mismuna fólki á hjúkrunarheimilum, sérstaklega hvað varðar þvotta. Ég vil minna á að vasapeningar hjá mörgum þeirra sem eru á slíkum stofnunum eru ekki nema rúmar 22 þús. kr. á mánuði. Ég veit um dæmi þess að fólk sem hefur ekki átt náinn aðstandanda til að sjá um þvottana hefur þurft að fara í þvottahús með þvottinn og 22 þús. kr. hafa ekki dugað til. Þetta eru peningarnir sem eiga að duga fyrir öllum þörfum hjúkrunarsjúklingsins allan mánuðinn. Það er mjög mikilvægt að taka á þessu.

Ég vil líka ítreka það að ráðherra kanni hvort ekki sé ástæða til að gera þjónustusamninga við öll þessi hjúkrunarheimili þar sem hnykkt er á því að veitt sé sú þjónusta sem verið er að borga fyrir með daggjöldunum.