133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:29]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill rifja það upp fyrir hv. þingmanni að hann lét þess getið að það væri ekki vaninn að synja um óskir hæstv. menntamálaráðherra, sem er flutningsmaður í þessu tilviki, þegar flutt eru mál sem eru um áþekkt efni. Vafalaust mundi það sama gilda um hv. þingmenn ef þeir væru með fleiri en eitt frumvarp sem væru um áþekkt efni.