133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:32]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill eindregið mótmæla því að hér sé um bolabrögð að ræða. Þannig er mál með vexti að hæstv. menntamálaráðherra hefur lagt sig fram um að vera liðleg hér varðandi framgang mála og hefur vikið með sitt fyrir ýmsum öðrum málum sem hér hafa þurft að komast á dagskrá þar sem meðal annars hv. stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt áherslu á að slík mál kæmust að á undan. Þess vegna telur forseti eðlilegt með tilliti til þess hversu seint þessi mál komust að á dagskrá hér í dag að halda áfram með þetta mál vegna þess að mjög margir hv. þingmenn eru á mælendaskrá og vilja eðlilega fá að tjá sig um þetta mál.