133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[23:47]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hjó eftir orðalaginu hjá hæstv. forseta þegar hann sagði að hann hefði haft í hyggju að veita einum hv. þingmanni til viðbótar orðið í kvöld, hann hefði haft í hyggju að gera það og ráðgert það.

Nú hefur það hins vegar gerst að fulltrúar tveggja stjórnarandstöðuflokka, Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs — ég veit ekki betur en ég hafi einnig heyrt hv. fulltrúa Frjálslynda flokksins biðja um orðið áðan nema mér hafi misheyrst — hafa óskað eftir því að þessum fundi verði lokið núna og frekari umræða verði ekki í kvöld. Ég spyr hæstv. starfandi forseta Alþingis hvort þessar óskir okkar verði teknar til greina eða þær virtar að vettugi.