133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

starfsmannaleigur.

142. mál
[14:30]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Það er mjög vafasamt að úthrópa alla umræðu um málefni útlendinga sem popúlisma. Þessi umræða lyktar af ákveðnum menntahroka, að öll umræða um útlendinga sé einhvers konar popúlismi. Innflutningur á útlendu vinnuafli er oft í beinni samkeppni við ófaglærða og iðnaðarmenn. Laun þeirra eru í hættu. Markaðslaunakerfið er í hættu. Hættan er sú að þegar fer að draga saman á vinnumarkaðnum þá muni laun þessa fólks lækka.

Mér finnst þetta mikilvæg umræða og vonast til að Samfylkingin taki ekki svona á málum þegar um er að ræða alvarleg mál eins og markaðslaunakerfið og þróun íslensks samfélags, að sú umræða verði bara úthrópuð.