133. löggjafarþing — 20. fundur,  3. nóv. 2006.

heilbrigðisþjónusta.

272. mál
[17:45]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og skil það þannig að ekki standi til að fara í neinar skipulagðar aðgerðir í þessa veru eins og við vorum hér að ræða og að ráðherra hafi í raun og veru sett þessa fyrirvara eins og fyrr er getið um. Ég skildi orð hennar einnig þannig að ekki væru á döfinni neinar sérstakar áætlanir um sameiningar þannig að ég fagna því bara ef fólk hefur tekið þá skynsamlegu ákvörðun að fara sér hægt í þessum málum og skoða vandlega framtíðina í þessum efnum. Ég held að ekki sé ástæða til að fara of hratt í svona málum, þau eru viðkvæm í byggðarlögunum og skiptir miklu máli hvernig að þessari þjónustu er staðið.