133. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2006.

tekjuskattur.

22. mál
[17:01]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér mundi ekki líða betur þótt hv. þingmaður félli fram í þökk, ég er einfaldlega ekki þeirrar gerðar að það hafi einhver þannig áhrif á mig. Ég held hins vegar, af því að ég held að hv. þingmaður sé þeirrar gerðar, að hann ætti, þótt ekki væri nema að litlu leyti, að virða það sem vel er gert. Þá held ég að við getum öll gengið þokkalega sátt frá þessu verki, að bæta úr þeim mismun sem varð á vaxtabótaafgreiðslunni í ágúst síðastliðnum.