133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

álbræðsla á Grundartanga.

93. mál
[15:15]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins árétta að svar mitt áðan fjallaði aðeins um þetta frumvarp, þau ákvæði sem í frumvarpinu eru. Það eru ýmis sérákvæði bæði um framleiðslugjöld og ýmislegt fleira. Sum sérákvæði eru ívilnandi. Önnur eru einfaldlega vegna sérstöðu rekstrarins. En á þetta frumvarp má líta sem áfanga eða þrep eða eitt skref í þá átt að jafna á milli og samræma. En um mörg önnur atriði er að ræða alveg eins og hv. þm. Jóhann Ársælsson tók réttilega fram.