133. löggjafarþing — 22. fundur,  7. nóv. 2006.

opinber stuðningur við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun.

280. mál
[17:49]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að segja að það léttist á mér brúnin því nær sem dregur kosningum því að ég veit að skipt verður um ríkisstjórn og næsta ríkisstjórn mun örugglega sinna Norðvesturkjördæmi betur en sú núverandi.

Það sem hv. þingmaður nefndi er allt saman satt og rétt og það fellur undir það sem ég kalla sleðahundaheilkennið, þ.e. þetta er sambærilegt við meðferð Grænlendinga á sleðahundum sínum. Þeir eru hafðir við sultarmörk þangað til á að fara að nota þá. Nú á sem sagt að mýkja kjósendur með því að færa örfá störf í þetta kjördæmi svo þeir kjósi kannski rétt næst, minnugir þess að búið er að færa örfá störf út í kjördæmið. Það er auðvitað þakkarvert og ég skal ekki draga neitt úr því en betur má ef duga skal, enda hefur lítið verið gert á undanförnum 12 árum í þessu efni eins og dæmin sanna þegar farið er yfir þau.