133. löggjafarþing — 25. fundur,  13. nóv. 2006.

upplýsingalög.

296. mál
[15:33]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessar þrjár stofnanir eru nefndar þarna í dæmaskyni en þær kunna auðvitað að vera fleiri, þessi listi er ekki tæmandi. Hvað varðar þau tilmæli sem þingmaðurinn spurði um hefur það nú ekki verið gert á þessu stigi að beina sérstökum tilmælum til ráðuneyta út af þessu. Fyrst er að afgreiða lögin og síðan að taka til við að framkvæma þau.