133. löggjafarþing — 26. fundur,  14. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[14:53]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er erfitt að koma öllu að á einni mínútu. En hv. þingmaður nefndi að stjórnarandstaðan hefði lagt fram fjölmargar tillögur, útgjaldatillögur sem sagt, í vinnu sinni við fjárlagagerðina í fyrra. En hvernig var það, hæstv. forseti? Stjórnarandstaðan var í þremur liðum í fjárlagagerðinni þá. Vinstri grænir komu með ómældar útgjaldatillögur. Síðar gerðu frjálslyndir annað og Samfylkingin enn annað. Hvernig á að vera hægt að taka heildstætt á tillögum stjórnarandstöðunnar þegar hún er út og suður í tillögugerð sinni? Það er ekki hægt að taka stjórnarandstöðuna alvarlega hvað þetta varðar.

Þegar kemur að grundvallarspurningum um atvinnuvegi þjóðarinnar er stjórnarandstaðan síðan út og suður með þrjár stóriðjustefnur. Hvernig á að vera hægt að nálgast tillögur, fjórar eða þaðan af meira því Samfylkingin er með tvær? Það er erfitt að taka tillit til sundurleitra sjónarmiða stjórnarandstöðunnar í fjárlagagerðinni.