133. löggjafarþing — 27. fundur,  15. nóv. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[12:44]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hérna er verið að fara fram á heimildir til að styrkja gjaldeyrisstöðu Seðlabankans um 87 milljarða kr. íslenskar. Það getur vel verið nauðsynlegt í því óörugga efnahagsástandi sem er. Hins vegar hefði ég talið rétt að fjárlaganefnd hefði fengið frekari gögn sem styddu þessa kröfu um 87 milljarða kr. til að styrkja gjaldeyrisstöðu Seðlabankans í því óöryggi sem við búum núna við í efnahagslífinu. Engu að síður munum við þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs ekki leggjast gegn þessu en sitjum hjá en krefjumst meiri gagna til að hægt sé með eðlilegum og sanngjörnum vinnubrögðum að fara fram á að tæplega 90 milljarðar fari í gegnum Alþingi án viðhlítandi skýringa og gagna.