133. löggjafarþing — 28. fundur,  15. nóv. 2006.

fæðingarorlof.

323. mál
[18:50]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Lenging fæðingarorlofs í níu mánuði og feðraorlof voru bylting í jafnréttis- og fjölskyldumálum sem Framsóknarflokkurinn barðist fyrir og kom í gegn á sínum tíma. Þessar breytingar voru pólitískur minnisvarði guðföður míns í pólitík, Páls Péturssonar, fyrrverandi hæstv. félagsmálaráðherra. Þetta er dæmi um fjölskyldustefnu Framsóknarflokksins í framkvæmd. Þetta er mesta framfaraskref sem stigið hefur verið í þágu fjölskyldunnar á undanförnum árum. Nokkuð sem engum hefði dottið í hug eða trúað að hægt væri að koma í framkvæmd.

Næstu skref eru að skoða lengingu fæðingarorlofs og hæstv. ráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að skoða þau mál og ég vona að hv. þingmenn einhendi sér í að koma því stefnumáli Framsóknarflokksins áfram.