133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

hlutafélag um Flugmálastjórn.

[15:25]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S):

Virðulegur forseti. Ég er algjörlega ósammála hv. þm. Jóni Bjarnasyni að flugvöllurinn á Gjögri skili ekki arði. Hann skilar mjög miklum arði fyrir það fólk sem nýtur þjónustunnar. Það er flogið þangað í áætlunarflugi og ég tel að það sé mikill arður fólginn í því að tryggja þessar samgöngur enda þótt ekki sé greiddur út arður í formi arðs af hlutabréfum. Arðurinn felst í því að tryggja þessa starfsemi fyrir íbúana á Ströndum.

Um það að öllum hafi verið sagt upp, þá liggur það í hlutarins eðli að þegar verið var að skipta upp stofnuninni og leggja gömlu flugmálastjórnina niður þurfti að framkvæma þessar breytingar. Ég hef sagt, og geri ekki ráð fyrir neinu öðru, að staðið verði við það að þeir starfsmenn sem unnu hjá Flugmálastjórn og gera ráð fyrir að fara yfir til Flogstoða ohf., svo sem eins og flugumferðarstjórarnir, (Forseti hringir.) eigi allir að geta fengið vinnu hjá hinu nýja hlutafélagi.