133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[15:49]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst þetta frumvarp bera með sér hver forgangsröð Framsóknarflokksins er. Það á ekki að leysa úr því að fara yfir hvað hafa orðið miklar hækkanir hjá almennum neytendum við breytingar á raforkumarkaðnum. Nei, það er ekki forgangsverkefni hjá Framsóknarflokknum. Nei, það er verið að hringla við eignarhaldið og öll áherslan í einhverjum strúktúrbreytingum hjá fyrirtækinu. Mér finnst það vera furðulegt þegar málefni neytenda koma fram í óundirbúnum fyrirspurnum til hæstv. ráðherra og engin svör liggja fyrir um hversu miklar hækkanir hafa orðið, þá er komið með frumvarp þar sem er verið að hræra með einhver skipulagsmál í staðinn fyrir að svara einfaldlega hvað hækkanir hafa orðið miklar á iðnaði og neytendur í landinu. Mér finnst þetta vera stórundarlegt, að standa hér og ræða þessi mál þegar ríkisstjórnin getur ekki svarað því hvað rafmagnið hefur hækkað mikið, bæði á þá sem hita hús sín með raforku og einnig á iðnaðarfyrirtæki í landinu.