133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[20:26]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það voru ekki slitin úr samhengi örfá orð. Ég las upp úr heilu viðtali við hæstv. fyrrverandi iðnaðarráðherra. Ég get látið núverandi ráðherra fá frekari viðtöl og yfirlýsingar frá hæstv. ráðherra. Menn verða að kannast við eigin yfirlýsingar og eigin orð. Síðan geta menn dregið í land eða breytt um skoðun, gott og vel, en þetta voru engu að síður staðreyndir.

Yfir í annað. Hæstv. ráðherra segir að hér hafi menn verið nafngreindir að tilefnislausu. Ég mótmæli þessu. Ég vísaði í orð eins helsta fjárfestis á Íslandi sem sá orkumarkaðinn og vatnsmarkaðinn vera að opnast fyrir fjárfesta, menn af sínu sauðahúsi. Hér rakti ég fjármagnstilfærslur í íslensku efnahagslífi þar sem einstaklingur, í þessu tilfelli, reiddi fram 5,5 milljarða króna. (Forseti hringir.) Má ekki ræða þetta? (Forseti hringir.) Er þetta að tilefnislausu?