133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

Landsvirkjun.

364. mál
[20:31]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri ekki ráð fyrir því að það sé einfalt að reikna þessa hluti út. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að það sé vel hægt að skoða þessi mál út frá þeim sjónarmiðum sem hæstv. ráðherra nefndi, þ.e. hvar þessi verðmæti urðu til. Þau urðu til í viðskiptum á þessum markaði. Sá markaður er víðar en á höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu þannig að það er alveg ástæða til að menn skoði það.

Síðan verð ég að segja eins og er að ég átta mig alls ekki á því að það séu nein rök fram sett af hálfu hæstv. ráðherra hvað varðar þennan markað ef sú samþjöppun sem hér er boðuð á markaðnum á að þýða að hér geti orðið eitthvert eðlilegt ástand. Þá segi ég bara pass, ég get ekki skilið það.