133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

breyting á lögum á orkusviði.

365. mál
[20:47]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er eðlilegt að ekki hafi verið tök á því að verða við þeim erindum sem hv. þingmaður nefndi nú þar sem málin hafa verið í öðrum farvegi. Hins vegar gilda auðvitað almennar stjórnsýslureglur um svör ráðuneytisins.

Ég vil aðeins endurtaka og ítreka það að vissulega voru og eru valkostir í þessu máli, þ.e. fullkominn samruni, fullkomin sameining. Sá kostur var valinn að svo yrði ekki, heldur að fyrirtækin halda formlegri stöðu sinni, verkefnum sínum og hlutverkum, en þarna er náttúrlega eftir sem áður sami eigandi. Við verðum að líta á þetta sem áfanga í þróun því að orkumarkaðurinn er í mótun einmitt núna og á viðkvæmu þróunarstigi.