133. löggjafarþing — 30. fundur,  20. nóv. 2006.

breyting á lögum á orkusviði.

365. mál
[21:48]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mér er ekki kunnugt um að Blönduvirkjun hafi einhverja sérstaka stjórn. Mér er ekki kunnugt um að Búrfellsvirkjun hafi einhverja sérstaka stjórn. Mér er ekki kunnugt um að Hrauneyjafossvirkjun hafi einhverja sérstaka stjórn. Mér er ekki kunnugt um að Sultartangavirkjun hafi einhverja sérstaka stjórn. Ég hélt að þetta væru allt saman virkjanir sem væru í eign Landsvirkjunar og lytu stjórn hennar. Þessi útúrdúr hæstv. ráðherra, ég get ekki séð hvernig hann passar. Mér sýnist hann vera að víkja sér undan að svara.

Þetta eru fyrirtæki. Þetta eru eignir. Þetta eru virkjanir í eigu Landsvirkjunar. Ég spurði líka um virkjanir í eigu Orkubús Vestfjarða og Rariks. Er verið að búa til lagaumhverfi til að geta selt einstakar virkjanir út úr þessari samstæðu? Er það áform hæstv. iðnaðarráðherra að svo verði? Er það tilgangurinn með því að fella þær virkjanir út úr (Forseti hringir.) upptalningunni? Ég krefst svars.