133. löggjafarþing — 31. fundur,  21. nóv. 2006.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

374. mál
[17:59]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Ég var eiginlega ekkert að spyrja út í það hvort pappírarnir væru samanburðarhæfir. Ég var bara að spyrja út í það hvort í þessu samkomulagi væri tryggt að lífeyrissjóðurinn tapaði ekki fjármunum á samkomulaginu, það var það sem ég var að spyrja eftir.

Nú er það svo að menn geta auðvitað keypt ríkiskuldabréf og selt þau og reynt með þeim hætti að fylgja eftir sveiflum á markaðnum. Ég var eingöngu að spyrja hvort í þessu fælist einhver trygging fyrir viðkomandi lífeyrissjóð um að við það að eiga skuldabréf til lengri tíma væri honum tryggt að hann tapaði ekki á viðskiptunum.