133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

Suðurlandsvegur.

137. mál
[13:54]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Herra forseti. Mér finnst mjög mikilvægt í umræðu um vegamál að menn líti á heildarmyndina. Í því augnamiði bað ég ágæta upplýsingaþjónustu Alþingis um að taka saman ákveðin gögn, þ.e. útgjöld til vegamála frá 1998–2007. Þau skiptast til vegagerðar í fjárfestingar og viðhald. Mér finnst miður að heyra hæstv. ráðherra gera lítið úr þessari þjónustu, sem er mjög góð, og heyra jafnvel hv. þingmenn gjamma fram í og draga trúverðugleika þessara upplýsinga í efa. Þessar upplýsingar sýna einfaldlega að það er alltaf ákveðin kosningasveifla í útgjöldunum. Á kosningaári taka vegamálin mikinn kipp eins og var m.a. boðað á fundi í morgun að það á að koma kippur í þessi mál á næsta ári. En það sem þessi útgjöld sýna í heild sinni er að árið 2003 voru þau rúmir 12 milljarðar, svo dregur úr útgjöldunum (Forseti hringir.) en síðan er kosningaár fram undan og þá ætlar hæstv. ráðherra að bæta í.